Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Ráðist á Twitter reikning forsætisráðherra Indlands

03.09.2020 - 04:23
epa07578468 Bhartya Janta party (BJP) leader Indian Prime Minister Narendra Modi addresses a press conference in New Delhi, India, 17 May 2019. Indian Prime Minister Narendra Modi and BJP President Amit Shah addressed the press conference at their party headquarters in New Delhi.  EPA-EFE/RAJAT GUPTA
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands. Mynd: EPA-EFE - EPA
Tölvuþrjótur gerði atlögu að Twitter aðgangi Narendra Modi forsætisráðherra Indlands. Twitter staðfesti þetta í dag.

Aðferðin er svipuð og beitt var á fjöldann allan af þekktu fólki í júlí síðastliðnum. Í tístunum er beðið um framlög til líknarmála sem greiðast skyldu með rafmynt.

Að sögn málpípu Twitter er nú unnið að því að tryggja öryggi aðgangs forsætisráðherrans. Rannsókn standi yfir á hver kunni að hafa verið að verki en ekki sé vitað hvort fleiri hafi orðið fyrir barðinu á tölvuþrjótnum.

Meðal þeirra sem súpa máttu seyðið af framferði hakkaranna í júlí voru Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseti, Bill Gates og Elon Musk sem báðir stýra hátæknifyrirtækjum.

Engin tengsl virðast milli árásarinnar á reikning Modi nú og þess sem gerðist í júlí.