Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Fjórhjólaslys á hálendinu

03.09.2020 - 10:47
Mynd með færslu
 Mynd: Landsbjörg
Björgunarsveitir á Norðurlandi eystra voru kallaðar út á tíunda tímanum í morgun vegna fjórhjólaslyss í grennd við Svartárvatn suðvestur af Mývatni. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg varð slysið um það bil 50 kílómetra frá þjóðveginum. Björgunarsveitarfólk og sjúkraflutningamenn nálgast nú hinn slasaða sem hefur tekist að koma sér nær þjóðveginum.

Uppfært 12:40:

Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu var sá slasaði ásamt fleirum að smala á hálendinu vegna óveðursins sem hefur verið spáð í kvöld. Félagar hans komu honum á bóndabæ innst í Bárðardal þangað sem komu björgunarsveitir og sjúkraflutningamenn. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl til aðhlynningar en björgunarsveitarfólk segir hann hafa borið sig vel þrátt fyrir verki. 

 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV