Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Þreifingar um stjórnarmyndun í Líbanon

02.09.2020 - 09:02
Erlent · Asía · Líbanon
epa08607846 A Lebanese protestors holds the Lebanese national flag during a protest against Lebanese Authorities and Lebanon's political corruption regarding the massive explosion in the Beirut port, next to Place Victor-Hugo in Paris, France, 16 August 2020. According to the Lebanese Health Ministry, at least 179 people were killed, and more than 6,000 injured, with 49 still missing in the Beirut blast that devastated the port area on 04 August and is believed to have been caused by an estimated 2,750 tons of ammonium nitrate stored in a warehouse.  EPA-EFE/Mohammed Badra
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Mustapha Adib, sem útnefndur var forsætisráðherra Líbanons í byrjun vikunnar, ætlar í dag að hefja viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnarlandsins. Hann byrjar með viðræðum við forseta þingsins, fyrrverandi forsætisráðherrum og fulltrúum helstu stjórnmálafylkinga.

Flókið pólitískt kerfi, þar sem ákveðin embætti  falla í skaut ákveðnum fylkingum, kann að torvelda stjórnarmyndun, en það kann að riðlast vegna mikils þrýstings frá almenningi sem er orðinn langþreyttur á bágbornu efnahagsástandi og viðvarandi spillingu. 

Emmanuel Macron, sem hélt frá Líbanon til Íraks í morgun, átti í gær fundi með forystumönnum helstu fylkinga og sagði að þeir hefðu allir heitið því að liðka fyrir stjórnarmyndun svo ný stjórn gæti hafi störf innan hálfs mánaðar.