Jorge Messi fundar með Börsungum

epa08633630 A picture of FC Barcelona's Argentinian striker Lionel Messi on display at the Spanish La Liga soccer club's museum in Barcelona, Spain, 29 August 2020. Messi, who announced his decision to leave FC Barcelona by sending a certified letter to the club, held talks with Manchester City manager Pep Guardiola, media reports claimed on 27 April 2020.  EPA-EFE/Enric Fontcuberta
 Mynd: EPA-EFE - EFE

Jorge Messi fundar með Börsungum

02.09.2020 - 09:16
Jorge Messi, faðir argentínsku fótboltastjörnunnar Lionels Messi, lenti í Katalóníu í morgun. Hann á fund með forráðamönnum Barcelona um framtíð Lionels Messi hjá félaginu.

Messi óskaði eftir því í síðustu viku að yfirgefa félagið og fá samningi sínum rift, þó eitt ár sé eftir af honum. Þá hefur hann ekki látið sjá sig eftir að æfingar Barcelona hófust á ný eftir snarpt frí.

Jorge Messi flaug með einkavél frá Rosario í Argentínu og lenti í Barcelona í morgun. Hann á fund með Josep Maria Bartomeu forseta félagsins þar sem menn freista þess að finna lausn í málum Lionels Messi og Barcelona. Viðræðurna standa yfir í dag og á morgun.

epa08640633 Lionel Messi's father and representative Jorge Messi (C) arrives at El Prat Airport in Barcelona, Catalonia, Spain, 02 September 2020. Jorge Messi will meet FC Barcelona's president Josep Maria Bartomeu to talk about the future of his son after Messi's decision to leave the team in which he has played the last 14 seasons and in which he grew up.  EPA-EFE/Enric Fontcuberta
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Jorge Messi var hundeltur af ljósmyndurum við komuna til Barcelona í dag.

Messi telur sig geta róið á önnur mið vegna klásúlu í samningi hans. Forráðamenn Barcelona telja frestinn til virkja klásúluna hins vegar liðinn og leyfa honum ekki að fara nema 700 milljón evra riftunarverð sé greitt. Sú upphæð nemur um 115 milljörðum íslenskra króna.

Fjölmiðlar um allan heim fylgjast grannt með gangi mála, enda Lionel Messi einn besti fótboltamaður allra tíma og af mörgum talinn sá besti. Hann hefur verið hjá Barcelona í 20 ár, eða frá 13 ára aldri.

Tengdar fréttir

Fótbolti

Sekta Messi og segja hann ekki mega spila á leiktíðinni

Fótbolti

Messi skrópaði í mótefnamælingu

Íþróttir

„Og nú loks er eyðileggingin fullkomnuð“

Fótbolti

Messi biður um sölu frá Barcelona