Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Farþegaflugvél snúið við vegna bilunar

02.09.2020 - 08:55
Mynd með færslu
 Mynd: Flightradar
Flugvél Air Iceland Connect var snúið við yfir Bláfelli í morgun á leið frá Reykjavík til Egilsstaða eftir að tæknibilun kom upp í vélinni. 34 farþegar voru um borð og þeir eru nú komnir um borð í næstu flugvél á leið til Egilsstaða. 

Engin hætta var á ferðum en flugstjóri ákvað að snúa við í varúðarskyni svo flugvirkjar í Reykjavík gætu gert við vélina. Þetta segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair og Air Iceland Connect, í samtali við fréttastofu. 

 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV