Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Færri greinast smitaðir í Ástralíu

31.08.2020 - 08:15
epa08610056 Healthcare workers carry out COVID-19 tests at a drive-through testing facility in Melbourne, Australia, 18 August 2020. The state of Victoria has recently seen a surge in COVID-19 cases and the local government is currently in the spotlight after the second wave of infections was linked to travelers returning from abroad through the state's hotel quarantine scheme.  EPA-EFE/JAMES ROSS AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
Heilbrigðisstarfsfólk við sýnatökur í Melbourne 18. ágúst. Mynd: EPA-EFE - AAP
Sjötíu og þrír greindust smitaðir af kórónuveirunni í Viktoríuríki í Ástralíu síðasta sólarhring, en ekki hafa færri greinst þar smitaðir í næstum tvo mánuði eða síðan 3. júlí.

Þá var tilkynnt um ríflega fjörutíu dauðsföll af COVID-19 í Viktoríu, en helmingurinn er uppsafnaðar tölur frá hjúkrunarheimilum í ríkinu. Í höfuðstaðnum Melbourne hefur verið útgöngubann undanfarnar vikur um kvöld og nætur og er nú að hefjast fjórða vikan af sex þar sem útgöngubann verður þar í gildi.

Alls hafa nærri 26.000 greinst smitaðir af kórónuveirunni í Ástralíu síðan faraldurinn barst þangað, en ríflega 650 hafa látist úr COVID-19.