Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Macron óttast borgarastyrjöld í Líbanon

28.08.2020 - 17:45
epa08631017 French President Emmanuel Macron, wearing a protective face mask, delivers a speech as he visits a site of pharmaceutical group Seqens, a global leader on the production of active pharmaceutical ingredients, to mobilize innovation and support the research on the coronavirus disease (COVID-19), in Villeneuve-la-Garenne, France, 28 August 2020.  EPA-EFE/CHRISTIAN HARTMANN / POOL  MAXPPP OUT
 Mynd: EPA-EFE - REUTERS POOL
Forseti Frakklands óttast að borgarastríð gæti brotist út í Líbanon taki ríki heims ekki höndum saman. Stjórnvöld þar í landi geti ekki tekist á við uppbyggingu í landinu án utanaðkomandi aðstoðar.

Gríðarleg sprenging varð í Beirút, höfuðborg Líbanon, fyrr í mánuðinum sem lagði hluta borgarinnar í rúst og skyldi um þrjú hundruð þúsund manns eftir heimilislaus. Mikil reiði er meðal almennings í landinu yfir því að tæp þrjú þúsund tonn af ammoníum-nítrati hafi verið geymd á hafnarsvæðinu árum saman, þrátt fyrir viðvaranir. Krafist hefur verið sjálfstæðrar rannsóknar á því sem kallað hefur verið ábyrgðarleysi stjórnvalda.

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, varaði við því í dag að borgarastyrjöld gæti brotist út að nýju í Líbanon ættu stjórnvöld þar í landi ein að bregðast við afleiðingum sprengingarinnar. Staðfest hefur verið að 181 lét lífið.

Macron er á leið til Beirút á mánudag, í annað sinn síðan sprengingin varð, til þess að draga athygli heimsleiðtoga að stöðunni í landinu. 

Macron beindi sjónum sínum einnig að ástandinu í Hvíta-Rússlandi á fréttamannafundi í dag, og sagði það gera erfiða stöðu enn verri ef Rússar sendu herlið yfir landamærin til þess að brjóta á bak aftur mótmælin sem beinast að forsetanum Aleksander Lúkasjenkó. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, tók í sama streng í gær. 
 

epa08632053 A picture taken with a drone shows a general view of the destroyed port area following a huge explosion, in Beirut, Lebanon, 28 August 2020. According to Lebanese Health Ministry, at least 181 people were killed, and more than six thousand injured in the Beirut blast that devastated the port area on 04 August and believed to have been caused by an estimated 2,750 tons of ammonium nitrate stored in a warehouse.  EPA-EFE/WAEL HAMZEH
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Eyðileggingin er gríðarleg í Beirút.