Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Kórónuveirusmituð sóknarbörn gefa blóð í S-Kóreu

28.08.2020 - 00:44
epa08626102 A nurse carrys a hospital bed as a doctor protester (not pictured) holds sign during a protest against the government's medical policy, in front of Seoul National University Hospital in Seoul, South Korea, 26 August 2020. Tens of thousands of doctors went on a three-day strike nationwide from 26 until 28 August to protest the government's motion to scrap its plan to extend the number of students at medical schools.  EPA-EFE/JEON HEON-KYUN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Vel á annað þúsund sóknarbarna Shincheonji safnaðarins í Daegu í Suður-Kóreu gefa blóð í þágu rannsókna fyrir bóluefni gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19. Samkvæmt smitrakningu mátti rekja stóran hluta fyrstu bylgju faraldursins í Suður-Kóreu til sóknarbarna í söfnuðinum.

Á suðurkóresku fréttastofunni Yonhap er haft eftir fréttatilkynningu safnaðarins að 1.100 sóknarbörn sem hafa náð sér af kórónuveirusmiti ætli að gefa blóð að þessu sinni. Rúmlega sex hundruð sóknarbörn gáfu blóð í síðasta mánuði. Í yfirlýsingu safnaðarins segir að sóknarbörnunum þyki leitt að hafa valdið fólki áhyggjum. Alls greindust um fimm þúsund sóknarbörn 
Daegu er sunnarlega í Suður-Kóreu. Höfuðborgin Seúl slapp nokkuð vel í fyrstu bylgju faraldursins, en önnur bylgjan herjar helst á íbúa hennar. Alls hafa rúmlega 18.700 greinst með COVID-19 í Suður-Kóreu og 313 látið lífið.