Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Útgöngubann í Kenosha til að gæta öryggis borgaranna

epa08623491 People protest the shooting of Jacob Blake by police, in Kenosha, Wisconsin, USA, 24 August 2020. Jacob Blake was shot in the back multiple times by police offices in Kenosha, Wisconsin, on 23 August, as he tried to enter a vehicle. Blake is in sable condition in hospital.  EPA-EFE/TANNEN MAURY
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Mótmæli halda áfram í borginni Kenosha í Wisconsin ríki. Myndband sem sýnir lögreglu skjóta mann í bakið er kveikja mótmælanna. Hann mun vera á batavegi eftir að hafa gengist undir aðgerð á sjúkrahúsi.

Mótmælendur söfnuðust saman við dómshús í bænum og kölluðu eftir kynþáttajafnrétti. Yfir höfðum þeirra sveimuðu þyrlur, lögreglumenn stóðu á þaki dómshússins og umhverfis það.

Útgöngubann er gildi í Kenosha-sýslu frá klukkan átta að kvöldi til sjö að morgni. Kveikt var i bílum og spjöll unnin á dómshúsi sýslunnar og því hvetur lögreglustjóri almenning til að halda sig heima í öryggisskyni.

Tony Evers ríkisstjóri Wisconsin sendi 125 þjóðvarðliða til Kenosha á mánudagskvöld til að halda uppi lögum og reglu. Hann hvatti mótmælendur til að vera friðsamlega en sagðist skilja ógnina sem svartir í ríkinu og landinu öllu finndu fyrir.

Rjúfa þyrfti vítahring kerfisbundins kynþáttahaturs og mismununar segir hann.

Evers kveður frumvörp um umbætur í skipan lögreglumála hafa legið fyrir ríkisþinginu um tveggja mánaða skeið en Repúblikanar drægju lappirnar varðandi afgreiðslu þeirra.

 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV