Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Handtekin fyrir skipulagningu mótmæla gegn Lukasjenko

24.08.2020 - 13:38
epa08619855 People attend a protest against the results of the presidential elections, in Minsk, Belarus 23 August 2020. Opposition in Belarus alleges poll-rigging and police violence at protests following election results claiming that president Lukashenko had won a landslide victory in the 09 August elections. EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH
Fjölmenn mótmæli í Minsk í gær.  Mynd: TATYANA ZENKOVICH - EPA-EFE
Lögreglan í Hvíta-Rússlandi handtók í dag tvo meðlimi samhæfingarráðs stjórnarandstæðinga í landinu sem hafa síðustu daga skipulagt fjölmenn mótmæli þar sem þess er krafist að forseti landsins, Alexander Lukasjenko, fari frá völdum á friðsaman hátt.

Annar þeirra handteknu er Sergei Dylevsky, starfsmaður í traktoraverksmiðju . Hann er orðinn þekktur í landinu eftir víðtæk verkföll í ríkisreknum verksmiðjum eftir forsetakosningarnar 9. ágúst. Hin er Olga Kovalkova, náin samstarfskona Svetlönu Tíkanovskaju, forsetaframbjóðanda. Þeim er gefið að sök að hafa skipulagt ólögleg mótmæli.

Samhæfingarráðið var stofnað eftir forsetakosningarnar. Yfirvöld segja að Lukasjenko hafi fengið um 80 prósent atkvæða en margir telja að brögð hafi verið í tafli. Tugir þúsunda hafa mótmælt í höfuðborginni Minsk. Einnig hefur verið mótmælt í borgum og bæjum víða um landið. Fólk krefst þess að haldnar verði aðrar og löglegar kosningar. Tveir forsetaframbjóðendur voru hnepptir í varðhald fyrr í sumar og einn flýði til Rússlands. Annar þeirra sem er nú á bak við lás og slá er eiginmaður Tíkanovskaju. Meðal þeirra sem eiga sæti í samhæfingarráðinu er rithöfundurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Svetlana Alexievich.

epa08611083 (L- to R) Former director of the Kuplovsky theater Pavel Latushko, representative of Belarusian politician Viktor Babariko's campaign office Maria Kolesnikova, confidant of ex-presidential candidate Svetlana Tikhanovskaya Olga Kovalkova, lawyer Maxim Znak, coordinator of the strike of the Minsk Tractor Plant (MTZ) Sergei Dylevsky attend a press conference of the Coordination Council of the Belarusian opposition in Minsk, Belarus, 18 August 2020. The Belarus opposition has called for a general strike from 17 August, a day after tens of thousands of demonstrators gathered in the capital Minsk in peaceful protest. Long-time president Lukashenko, in a defiant speech on 16 August, rejected calls to step down amid mounting pressure after unrest erupted in the country over alleged poll-rigging and police violence at protests following election results claiming that he had won a landslide victory in the 09 August elections.  EPA-EFE/TATIANA ZENKOVICH
Olga Kovalkova er í miðjunni og Sergei Dylevsky lengst til hægri. Mynd af blaðamannafundi ráðsins á dögunum.  Mynd: EPA