Öll leikskólabörn og starfsmenn á Huldubergi í sóttkví

23.08.2020 - 13:52
Mynd með færslu
 Mynd: Þórgunnur Oddsdóttir
Öll börn og allir starfsmenn leikskólans Huldubergs í Mosfellsbæ eiga að fara í 14 daga sóttkví til og með 3. september. Eitt staðfest COVID-19 smit greindist í leikskólanum. Ákveðið var að loka leikskólanum og var það gert í samstarfi við rakningarteymi Almannavarna.

Uppfært 14:06

Smitið greindist hjá starfsmanni leikskólans í gær. Hann hafði nýlega verið á Hótel Rangá.

Foreldrar og starfsmenn leikskólans hafa fengið tölvupóst um lokunina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mosfellsbæ í dag.

Um 120 börn á aldrinum eins til þriggja ára eru í leikskólanum Huldubergi og um þrjátíu til fjörutíu manns starfa þar að jafnaði. 

Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi