Langar raðir í sýnatöku á Suðurlandsbraut

Mynd: Hjalti Haraldsson / RÚV
Löng röð myndaðist í dag við gamla Orkuhúsið á Suðurlandsbraut þar sem sýnataka Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu fer fram.

Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að sjálfvirk tölvukerfi raði fólki niður á tíma fyrir sýnatöku en á álagstímum geti myndast raðir. „Það er búið að forrita kerfi sem jafnar fjöldann yfir daginn. Við skoðum hvort við þurfum eitthvað að breyta þessu ef það myndast langar raðir,“ segir hann. 

Þá segir Óskar að margir þeirra sem fari í sýnatöku á Suðurlandsbraut hafi óskað eftir skimun vegna einkenna, en aðrir komi í seinni sýnatöku eftir komuna til landsins.  

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi