Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Öll tilboð undir áætlun ríkisins

19.08.2020 - 15:02
Mynd með færslu
 Mynd: Nýr Landspítali/NLSH ohf. - Aðsend mynd
Fjögur tilboð bárust í verkeftirlit með uppsteypu á nýjum meðferðarkjarna við Landspítalann við Hringbraut og voru þau öll undir þeirri áætlun sem ríkið hafði gert.

Kostnaðaráætlun ríkisins hljóðaði upp á 508.196.460 milljónir króna, án virðisaukaskatts.

Eftirfarandi fjögur fyrirtæki sendu inn tilboð og er nú farið yfir þau hjá Ríkiskaupum:

Efla hf.           347.310.000 kr. (68% af kostnaðaráætlun ríkisins)
Hnit hf.          394.944.000 kr. (78% af kostnaðaráætlun ríkisins)
Mannvit hf.  395.760.000 kr. (78% af kostnaðaráætlun ríkisins)
Verkís hf.      434.520.000 kr. (86% af kostnaðaráætlun ríkisins)

Tilboð í uppsteypu meðferðarkjarnans verða opnuð föstudaginn 28. ágúst. Meðferðarkjarninn verður stærsta bygging nýja spítalans og verður 70.000 fermetrar að stærð og á átta hæðum. Stefnt er að því að meðferðarkjarninn verði tilbúinn árið 2026.