Krefjast skaðabóta frá fyrrum nýlenduherrum

17.08.2020 - 04:03
Demonstrators celebrate what they perceive to be an attempted military coup d'etat in the capital Bujumbura, Burundi Wednesday, May 13, 2015.  Police vanished from the streets of Burundi's capital Wednesday as thousands of people celebrated a
 Mynd: AP
Stjórnvöld í Búrúndí ætla að krefjast skaðabóta frá Þjóðverjum og Belgum vegna nýlendutímabilsins. Efri deild þjóðþings Búrúndí skipaði nefnd sérfræðinga sem ætla að meta skaðann sem ríkin unnu á þjóðinni yfir nýlendutímabilið, að sögn frönsku útvarpsstöðvarinnar Radio France International. Þegar niðurstaðan verður klár fá stjórnvöld í Þýskalandi og Belgíu kröfu Búrúndís.

Talið er að ríkið vilji jafnvirði um sex þúsund milljarða króna í skaðabætur. Að auki vilja stjórnvöld að stolnum listmunum verði skilað.

Þjóðverjar gerðu Búrúndí að nýlendu sinni árið 1890. Þá varð ríkið hluti af þýsku Austur-Afríku, ásamt Rúanda og hluta af Tansaníu. Að lokinni fyrri heimsstyrjöldinni tóku Belgar við nýlendunni, og héldu henni allt þar til Búrúndí lýsti yfir sjálfstæði 1962. Á nýlendutímanum breikkuðu nýlenduherrarnir gjánna á milli Hútúa og Tútsa í landinu. Það leiddi til blóðugra borgarastyrjalda á milli þeirra, það síðasta stóð yfir í tólf ár frá 1993 og varð um 300 þúsund að bana. Að sögn Deutsche Welle áforma Belgar að skipa nefnd til að ráðleggja stjórnvöldum hvernig takast eigi á við afleiðingar nýlendutímans.

Þjóðverjar hafa verið í viðræðum við yfirvöld í Namibíu í um fimm ár. Ríkið vill bæði fjárhagslegar skaðabætur og opinbera afsökunarbeiðni frá Þjóðverjum vegna glæpa þeirra á nýlendutímanum.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi