Réðst að unglingi á vespu

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
Ökumaður bíls, sem var ósáttur við akstur 16 ára pilts á vespu í Hafnarfirði í gærkvöldi, ók utan í hjólið, tók kveikjulykilinn úr, kastaði þeim í jörðina og sló piltinn í andlitið.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að tilkynt hafi verið um árásina  um klukkan hálf níu í gærkvöldi.

Af öðrum verkefnum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt má nefna að maður var handtekinn í Laugardal skömmu eftir klukkan eitt í nótt, en honum hafði verið vísað á dyr af húsráðanda þar sem hann hafði verið gestkomandi en neitað að fara. Er lögregla kom á vettvang hunsaði hann fyrirmæli hennar og var að endingu vistaður í fangaklefa sökum ástands.

Fimm voru teknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra reyndi að komast undan lögreglu. Þá var lögregla kölluð til í Breiðholtið þangað sem maður hafði tekið leigubíl úr Hafnarfirði og neitaði síðan að greiða fyrir aksturinn.

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi