„Notaðirðu vinnuferð RÚV til að plögga bókinni?“

Mynd: RÚV / RÚV

„Notaðirðu vinnuferð RÚV til að plögga bókinni?“

15.08.2020 - 09:35

Höfundar

Frímann Gunnarsson, rithöfundur og heimsborgari, bregður sér út á land í nýrri þáttaröð og kynnir sér hvort landsbyggðin reynist í raun jafn menningarsnauð og skáldið hefur hingað til talið. Ferðina nýtir hann þó einnig í eiginhagsmunaskyni til að kynna nýjustu bók sína, en slík kynningarstarfsemi í vinnuferð ku vera á skjön við starfsreglur.

Frímann gerði borgarmenningunni eftirminnilega skil í þáttaröðinni Borgarsýn Frímanns sem sýnd var á RÚV árið 2018. Í nýrri þáttaröð, sem nefnist Smáborgarasýn Frímanns og hefst á sunnudag, beinir hann sjónum að landsbyggðinni og rannsakar hvort einhverja menningu sé að finna í dreifbýlinu.

Heimsborgarinn hefur sannarlega ekki setið auðum höndum síðustu misseri því hann er einnig að senda frá sér bókina Lárus og þankatröllin, heimspekilega barnabók sem hann hefur unnið að síðustu mánuði. Þáttastjórnandinn Egill Helgason virtist þó ekki hrifinn af skrifum Frímanns þegar hann kynnti bókina í Kiljunni og enn síður játningu hans um brot á starfsreglum RÚV í vinnuferð sinni.

Smáborgarasýn Frímanns er á dagskrá RÚV klukkan 20:15 á sunnudag.

Tengdar fréttir

Leiklist

Smásálin spyr hver verði arftaki Magnúsar Geirs

Leiklist

Grilljagaur hringir í Tvíhöfða

Sjónvarp

„Ég er svona menningarlegur brunavörður“

Sjónvarp

Lýðræðið stendur höllum fæti