Mæðgur í gæsluvarðhaldi vegna kókaínssmygls

15.08.2020 - 09:47
Mynd með færslu
Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar því ekki beint. Mynd: RÚV - Bragi Valgeirsson
Erlendar mæðgur sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir að hafa reynt að smygla kókaíni til landsins fyrr í þessum mánuði. Þær voru að koma frá Belgíu og tollgæslan stöðvaði þær við komuna til landsins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna gruns um að þær væru með fíkniefni.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum segir að þær hafi verið handteknar í kjölfarið og reyndust þær vera með fíkniefni innvortis, önnur  með sex pakkningar og hin með fimm pakkningar.

Samtals var um að ræða tæplega 500 grömm af efninu. Mæðgurnar voru úrskurðaðar í gæsluvarðhald sem þær sæta  nú.

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi