Flestir til fyrirmyndar segir lögregla

Mynd með færslu
 Mynd: Lögreglan á Höfuðborgarsvæ? - Facebook
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu heimsótti 49 veitinga- og samkomustaði í gærkvöldi og kannaði þar sóttvarnarráðstafanir og hvort tveggja metra reglan væri virt. Á mörgum stöðum var fyrirkomulagið til fyrirmyndar, nokkrum var ráðlagt um frekari sóttvarnir og tveir staðir þurftu að gera úrbætur, sem ráðist var í á meðan lögregla var á staðnum.

Í dagbók lögreglu segir að á nokkrum stöðum hafi aðstæður verið til fyrirmyndar innandyra en gera hafi þurft úrbætur á útisvæðum.

Þá hafi margir staðir tekið upp þá reglu að taka á móti gestum við innganginn og vísa þeim til borðs til að geta fylgst betur með gestafjölda.

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi