Deildarkeppni NBA lauk í nótt

epa08604097 Denver Nuggets forward Paul Millsap (L) in action against Toronto Raptors forward Chris Boucher fo Canada (R) during the first half of the NBA basketball game between the Denver Nuggets and the Toronto Raptors at the ESPN Wide World of Sports Complex in Kissimmee, Florida, USA, 14 August 2020.  EPA-EFE/ERIK S. LESSER SHUTTERSTOCK OUT
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Deildarkeppni NBA lauk í nótt

15.08.2020 - 10:05
Hefðbundinni deildarkeppni NBA-körfuboltans í Bandaríkjunum lauk í Flórída í nótt. Úrslitakeppni deildarinnar hefst á mánudag þar sem eitt sæti er enn laust.

Fjórir leikir voru á dagskrá í deildinni í Disney World í Flórída í nótt en þegar var búið að skipa 15 af 16 sætum í úrslitakeppninni. Örlög liðanna átta sem voru í eldlínunni í nótt voru þegar ráðin og höfðu þau því að litlu að keppa.

Philadelphia 76ers var án efa lið gærkvöldsins en liðið vann 38 stiga sigur á Houston Rockets, 134-96. Stigaskor var nokkuð dreift í liði 76ers þar sem Tobias Harris var stigahæstur með 18 stig en Alec Burks var næstur með 16 stig. James Harden úr Houston var stigahæstur á vellinum með 27 stig.

Bæði lið höfðu þegar tryggt sæti sitt í úrslitakeppninni þar sem Houston mætir Oklahoma City Thunder og Philadelphia mætir Boston Celtics.

Indiana Pacers unnu þá 17 stiga sigur á Miami Heat í nótt en þau lið eigast einmitt við í úrslitakeppninni sem fram undan er. Los Angeles Clippers þurftu framlengingu til að leggja Oklahoma að velli og ríkjandi meistarar Toronto Raptors unnu átta stiga sigur á Denver Nuggets.

Einn leikur er á dagskrá í deildinni í kvöld. Portland TrailBlazers og Memphis Grizzlies keppa þá hreinan úrslitaleik um áttunda sæti Vesturdeildarinnar og jafnframt um sæti í úrslitakeppninni. Liðið sem hefur betur í þeim leik mætir Los Angeles Lakers, efsta liði vestursins, í úrslitakeppninni.

Úrslit næturinnar

Toronto Raptors 117 - 109 Den­ver Nug­gets
Indi­ana Pacers 109 - 92 Miami Heat
Los Ang­eles Clip­p­ers 107 - 103 Okla­homa City Thund­er (eft­ir fram­leng­ingu)
Hou­st­on Rockets 96 - 134 Phila­delp­hia 76ers

Viðureignir í úrslitakeppninni

Vesturdeild
Los Angeles Lakers - Portland TrailBlazers/Memphis Grizzlies
Houston Rockets - Oklahoma City Thunder
Denver Nuggets - Utah Jazz
Los Angeles Clippers - Dallas Mavericks

Austurdeild
Milwaukee Bucks - Orlando Magic
Indiana Pacers - Miami Heat
Boston Celtics - Philadelphia 76ers
Toronto Raptors - Brooklyn Nets