Ræktin á Hvammstanga lokuð sjö sinnum á dag vegna þrifa

14.08.2020 - 13:55
Mynd með færslu
 Mynd: Jóhannes Jónsson - RUV.IS
Þreksal íþróttamiðstöðvarinnar á Hvammstanga verður lokað sjö sinnum á dag svo hægt sé þrífa og sótthreinsa. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sveitarfélagsins.

Salnum lokað þegar breyttar reglur tóku gildi

Tækjasalurinn hefur verið lokaður frá því að hertar samkomutakmarkanir voru settar á í samfélaginu. En frá og með deginum í dag verður salurinn opin með breyttu sniði. 

Í tilkynningu frá bænum segir að opið verði í salnum í eins og hálfs klukkutíma lotum en svo lokað í þrjátíu mínútur á milli vegna þrifa. Einungis fimm notendur verða leyfðir í salnum í senn. Þá eru er skýrt kveðið á um að gestir skulu halda tveggja metra millibili. 

„Nú er ráð að standa saman“

„Nú er ráð að standa saman og fylgja þessum fyrirmælum. Pössum upp á metrana tvo. Verum dugleg og samviskusöm við bæði þrifin og sótthreinsun allra tækja og búnaðar svo hægt sé að halda þrektækjasalnum opnum,“segir í tilkynningu frá bænum. 

Miklar aðgerðir í vetur

Faraldurinn náði töluverðu flugi í sveitarfélaginu í vetur. Gripið var til hertra sóttvarnaraðgerða  í fyrstu bylgju faraldursins eftir að víðtækt kórónuveirusmit greindist. Aðeins einn mátti yfirgefa heimilið til að afla aðfanga, auk annara reglna sem voru í gildií samkomubanni.

Með tilkynningunni frá bænum fylgir ítarlegt tímaplan sem sjá má hér að neðan. 

Mánudaga – föstudaga;
07:00 – 08:30 Opið
08:30 – 09:00 Lokað vegna þrifa
09:00 – 10:30 Opið
10:30 – 11:00 Lokað vegna þrifa
11:00 – 12:30 Opið
12:30 – 13:00 Lokað vegna þrifa
13:00 – 14:30 Opið
14:30 – 15:00 Lokað vegna þrifa
15:00 – 16:30 Opið
16:30 – 17:00 Loka vegna þrifa
17:00 – 18:30 Opið
18:30 – 19:00 Lokað vegna þrifa
19:00 – 20:30 Opið
20:30 – 21:00 Lokað vegna þrifa

Óðinn Svan Óðinsson
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi