Alelda bíll á Kringlumýrarbraut

14.08.2020 - 08:11
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Slökkviliðinu barst tilkynning rétt fyrir klukkan átta um bíl sem er alelda á Kringlumýrarbraut. Viðbragðsaðilar eru á leið á vettvang.

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu er ekki vitað til þess að meiðsl hafi orðið á fólki. Nú er morgunumferðin að þyngjast og sennilega má búast við einhverjum töfum vegna atviksins. 

Uppfært kl. 8:20:

Náð hefur verið tökum á eldinum, samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði.

Nína Hjördís Þorkelsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi