750 þúsund látin af völdum Covid-19 í heiminum

epa08597813 A nurse organizes positive samples of coronavirus from plasma donor patients, at the District Institute of Science, Biotechnology and Innovation in Health, in Bogota, Colombia, 11 August 2020. Colombian researchers working on a treatment with 'convalescent plasma' achieved encouraging results in a pilot study to treat patients with COVID-19.  EPA-EFE/Carlos Ortega
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Tæplega 750 þúsund hafa látist af völdum kórónuveirunnar á heimsvísu. Þetta sýna nýjar tölur sem AFP fréttastofan birti í morgun. 20.666.110 skráð tilfelli eru í 196 löndum og landsvæðum samkvæmt sömu tölum.

Flest eru látin í Bandaríkjunum, Brasilía kemur næst, þá Mexíkó og Indland. Bretlandseyjar fylgja þar fast á eftir. Hlutfallslega flest hafa látist af völdum Covid-19 í Belgíu eða 85 af hverjum 100 þúsund.

Tölur frá Kína sýna að um 85 þúsund hafi smitast og 4.600 látist. Hong Kong og Makaó eru ekki innifalin í þeim tölum.

AFP safnaði tölunum saman frá heilbrigðisyfirvöldum einstakra landa og Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Álitið er að þær sýni í raun aðeins brot af raunverulegum smitum í heiminum.

Í sumum ríkjum eru aðeins þau sem sýna einkenni eða jafnvel aðeins þau allra veikustu skimuð við kórónuveirunni.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi