Reyna að leiðbeina vertum áður en staðirnir fyllast

12.08.2020 - 23:13
Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon / RÚV
Helgi Tulinius, varðstjóri hjá lögreglunni, fer nú á hverju kvöldi við annan mann í eftirlitsferðir á veitingastaði, skemmtistaði og aðra samkomustaði í Reykjavík, til að athuga hvort nægar sóttvarnaráðstafanir hafi verið gerðar. Helgi segir að heilt yfir hafi eftirlitið gengið vel, margir séu með allt sitt upp á tíu, og fréttastofan heimsótti einn slíkan stað í kvöld.

Lögreglan í Reykjavík hefur ritað sex skýrslur vegna meintra brota á veitingastöðum, segir Helgi. Einum stað var lokað til að hægt væri að koma sóttvörnum í lag.

tryggvia's picture
Tryggvi Aðalbjörnsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi