Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Enginn þeirra sem greindust í sóttkví

Frá upplýsingafundi Almannavarna 12. ágúst 2020
 Mynd: Lögreglan á höfuðborgarsvæ� - RÚV
Enginn þeirra fjögurra sem greindust með COVID-19 við skimun í gær var í sóttkví, en smitin voru öll staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. 

Alls eru innanlandssmitin nú 121 og eru þau langflest sömu tegundar og hópsmitið sem greindist á veitingastað í höfuðborginni í júlí.

Virk smit eru 115 og 766 í sóttkví. Tveir eru nú á sjúkrahúsi og er annar þeirra á gjörgæslu. Greint hefur verið frá því að sá einstaklingur sé í öndunarvél og kvaðst Þórólfur Guðnasonar sóttvarnalækni ekki vita til þess að breyting hefði orðið þar á. 

41 hefur nú greinst við landamæraskimun og er helmingur þeirra búsettur hér á landi.