Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Mínútuþögn í Beirút til að minnast fórnarlamba

11.08.2020 - 17:10
Lebanese clients wait outside a private bank for the opening after two weeks of closer, in Beirut, Lebanon, Friday, Nov. 1, 2019. Lebanon's private banks have reopened after a two-week closure because of anti-government protests. The reopening on Friday follows Prime Minister Saad Hariri's resignation this week, a key demand of the protesters. (AP Photo/Hussein Malla)
 Mynd: AP
Þögn sló á Beirút kl. 15:09 í dag að íslenskum tíma, til að minnast þeirra tæplega tvö hundruð sem talið er að hafi látist í sprengingunni miklu í síðustu viku.

Tímasetningin er ekki valin af handahófi. Það var á nákvæmlega þeirri mínútu þann 4. ágúst sem 2750 tonn af ammoníumnítrati leystu úr læðingi þá gríðarlegu orku sem skildi stóran hluta borgarinnar í rústum eða stórskemmdan.

Opinberar tölur sýna nú að 171 lést í sprengingunni, sex þúsund slösuðust og 300 þúsund urðu heimilislaus.

Ekki er talið líklegt að afsögn ríkisstjórnar Líbanons í gær muni friða mótmælendur í borginni. Að sögn fréttaritara BBC í Beirút óttast almenningur að nýr forsætisráðherra verði valinn úr sömu klíku og kom landinu á þá vonarvöl sem það er nú.