Hiti náð 25 stigum á Egilsstöðum

11.08.2020 - 16:22
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Einstök veðurblíða hefur verið á Austurlandi í dag og samkvæmt sjálfvirkum mælum Veðurstofunnar hefur hæsti hiti á landinu í dag náð 25 stigum á Egilsstaðaflugvelli. 

Næst hæsti hiti sem mælst hefur er 24,6 stig á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði og 24,5 stig á Miðfjarðarnesi. Hæsti hiti á hálendi hefur svo mælst 21,9 stig í Möðrudal og Jökuldal.

Á morgun er gert ráð fyrir áframhaldandi blíðu og þurru veðri norðaustantil þar sem hiti verður á bilinu 16 til 23 stig. 

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi