Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, yfirgaf skyndilega blaðamannafund í Hvíta húsinu í kvöld eftir að öryggisvörður kallaði á hann og hvíslaði einhverju að honum. Hann sneri síðan aftur nokkrum mínútum síðar og sagði að maður hefði verið skotinn fyrir utan Hvíta húsið.