Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Trump yfirgaf blaðamannafund í skyndi

10.08.2020 - 22:16
epa08594517 United States President Donald Trump walks on the South Lawn after arriving at the White House in Washington, DC, USA, 09 August 2020. Trump announced four executive actions on 08 August, including a temporary payroll tax deferral for some workers and continued expanded unemployment benefits, as the coronavirus pandemic continues to hobble the US economy. Trump was returning from Bedminster.  EPA-EFE/Stefani Reynolds / POOL
 Mynd: EPA-EFE - BLOOMBERG / POOL
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, yfirgaf skyndilega blaðamannafund í Hvíta húsinu í kvöld eftir að öryggisvörður kallaði á hann og hvíslaði einhverju að honum. Hann sneri síðan aftur nokkrum mínútum síðar og sagði að maður hefði verið skotinn fyrir utan Hvíta húsið.

Þegar Trump svaraði spurningum blaðamanna sagði hann að svo virtist sem einhver úr öryggisliði hans hefði skotið mann og hann væri núna á sjúkrahúsi.

Embættismaður staðfesti í samtali við CNN að byssumaður hefði verið handsamaður og að hann væri núna í haldi lögreglu. Trump sagði fréttamönnum að svo virtist sem atvikið hefði ekki átt sér stað á lóð Hvíta hússins og hann væri ekki viss um að málið hefði eitthvað með hann að gera.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV