Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Þriðji ráðherrann hættur eftir sprenginguna í Beirút

10.08.2020 - 11:13
epaselect epa08594054 A man stands next to a Lebanese flag on a bridge overlooking the damaged Beirut port and grain silos, in Beirut, Lebanon, 09 August 2020. Large numbers of families flocked to stand on the bridge overlooking the site of the explosion in the port to look closely and take pictures. Lebanese Health Ministry said at least 160 people were killed, and more than 6000 injured in the Beirut blast that devastated the port area on 04 August and believed to have been caused by an estimated 2,750 tons of ammonium nitrate stored in a warehouse.  EPA-EFE/NABIL MOUNZER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Marie-Claude Najm, dómsmálaráðherra Líbanons, sagði af sér í morgun. Hún er þriðji ráðherrann sem segir af sér frá því á laugardag. Hún hafði áður lagt til að öll ríkisstjórnin færi frá.

Ríkisstjórnarfundur verður eftir hádegi og búist er við að tilkynni stjórnin ekki að hún fari frá völdum verði lögð fram vantrauststillaga á þingi. Nú hefur verið staðfest að meira en 200 fórust í sprengingunum í Beirút á þriðjudag í síðustu viku.

Marwan Abboud, borgarstjóri Beirút, segir að tuga annarra sé saknað. Mörg þeirra séu erlendir borgarar sem hafi unnið í Líbanon. Mótmæli voru í Beirút í gær og krafist var gagngerra breytinga á stjórnkerfi landsins.

 

bogia's picture
Bogi Ágústsson
Fréttastofa RÚV