Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Sjö fórust í flóðum á grísku eyjunni Evia

10.08.2020 - 03:06
Erlent · Hamfarir · Flóð · Grikkland · Evrópa · Veður
epa08593150 A helicopter of the fire brigade flies over a flooded area looking for trapped residents, after a rainstorm hit the area of Mourtzi, on Evia Island, Greece, 09 August 2020. Three people died after a rainstorm struck many regions on Evia island on 08 August 2020. The victims include an 8 months old infant and the other two are an 86-year-old man and an 85-year old woman that were trapped in their flooded home. A total of 31 fire engines with an 83-member crew, a group of firemen on foot, 3 rescue vessels are operating in the flooded areas along with two helicopters and air rescuers. The fire brigade announced that they have already rescued 35 people who are now transferred to a safe place.  EPA-EFE/PANAGIOTIS KOUROS
 Mynd: EPA-EFE - ANA-MPA
Sjö manns fórust í asaflóðum á grísku eyjunni Evia í dag. Stormur og úrhellisrigning dundu á eyjunni og orsökuðu mikla vatnavexti, aurskriður og skyndiflóð sem kostuðu mannslíf í minnst þremur þorpum; Politika, Amfithea og Bourtzi. Þrennt drukknaði í Politika, þar á meðal eitt kornabarn. Einnar manneskju er enn saknað eftir flóðin.

Tugir eyjarskeggja þurftu að rýma heimili sín og koma sér í öruggt skjól vegna aurskriða og flóða. 43 var bjargað með þyrlu þaðan sem þau urðu innlyksa þegar á nokkur flæddi yfir bakka sína svo vegir urðu með öllu ófærir. Í Bourtzie fóru verandir veitingastaða, leikvöllur, bílastæði og vegpartar veg allrar veraldar þegar aurskriða skall á bænum.

Nikolas Hardalias, aðstðarráðherra almannavarna, sagði flóðin einsdæmi, annað eins hefði aldrei sést á þessum slóiðum. Spáð hafði verið allt að 63 millimetra sólarhringsúrkomu á Evia og nærliggjandi eyjum. Þegar til kom mældist hún hins vegar 350 millimetrar.

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV