Mjaldrarnir komnir í nýju heimkynnin í Klettsvík

10.08.2020 - 10:50
Mynd: Sea Life Trust / Sea Life Trust
Mjaldrarnir Litla grá og Lilta hvít voru fluttar í gær í sjókvína í Klettsvík, endanleg heimkynni sín. Þær dvelja nú í umönnunarlaug í kvínni þar sem þær venjast náttúrunni áður en þeim verður sleppt í kvína.

„Eftir miklar æfingar og undirbúning þá er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi allt gengið betur en við þorðum að vona. Nú tekur við aðlögun undir ströngu eftirliti sérfræðinga og dýralækna. Ég á von á að við getum flutt fréttir af því þegar þeim verður endanlega sleppt út í kvína fljótlega,“ sagði Andy Bool, forstjóri SEA LIFE Trust um flutningana í gær.

Litla hvít var fyrst flutt yfir í lækningalaugina og þaðan í börur. Hún var síðan flutt með krana á flutningabíl sem flutti hana í Lóðsann, dráttarbát, sem flutti hvalinn út í sjókvína. Síðan var Litla grá sótt og flutt með sömu aðferð.  

Griðarstaðurinn í Klettsvík er sá fyrsti sinnar tegundar. Hann er rekinn af góðgerðarsamtökunum SEA LIFE Trust og byggður fyrir framlög frá Merlin Entertainments, bresku fyrirtæki sem rekur fjölda skemmtigarða og safna, til dæmis Legoland og Madame Tussauds vaxmyndasafn. Griðarstaðurinn í Klettsvík er eitt stærsta verkefnið á heimsvísu þegar kemur að  umönnun og vernd fangaðra hvala og höfrunga og það fyrsta sinnar tegundar stofnað sérstaklega í þeim tilgangi. Verkefnið er unnið í samvinnu við alþjóðlegu verndarsamtökin Whale&Dolphin Conservation (WDC). 

„Að sjá Liltu- hvít og Litlu grá saman hér í sjónum í morgun var undraverð sjón. Þær hafa ekki fundið fyrir sólskininu síðan þær voru mjög ungar,“ sagði Andy Bool eftir flutningana.

Flutningur mjaldranna í Klettsvík 9. ágúst 2020.
 Mynd: Sea Life Trust
Mjaldrar fluttir í Klettsvík 9. ágúst 2020
 Mynd: Sea Life Trust
Mjaldrar fluttir í Klettsvík 9. ágúst 2020
 Mynd: Sea Life Trust
Mjaldrar fluttir í Klettsvík 9. ágúst 2020
 Mynd: Sea Life Trust
Mjaldrar fluttir í Klettsvík 9. ágúst 2020
 Mynd: Sea Life Trust
Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi