Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Mikil sprenging í Baltimore

10.08.2020 - 18:24
epa08595743 Emergency personnel work on the site of an explosion in Baltimore, Maryland, USA, 10 August 2020. One person has been reported dead and multiple others sustained injuries, as well as three houses destroyed following a gas explosion in Baltimore.  EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Hið minnsta ein kona er látin eftir að íbúahverfi í borginni Baltimore í Maryland-ríki nötraði vegna mikillar sprengingar fyrr í dag.

Þrjú hús eru rústir einar, fjórar manneskjur eru slasaðar og nokkur börn lokuðust inni. Mikill ótti greip um sig í hverfinu enda mátti heyra hróp og köll frá fólki sem sat fast undir rústunum.

Fréttastofa Reuters greinir frá að verið sé að rannsaka ástæður sprengingarinnar. Að sögn slökkviliðsmanna í borginni eru mestar líkur á að um gassprengingu hafi verið að ræða.

Braki rigndi yfir hverfið og slökkviliðsmenn og nágrannar leituðu hátt og lágt að særðum, slösuðum og látnum. Um tíma voru nokkur börn föst í rústunum en þeim hefur verið bjargað.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV