Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Eldgos á Súmötru

10.08.2020 - 06:23
Erlent · Hamfarir · Asía · eldgos · Indónesía
epa08594601 (FILE) - Mount Sinabung spews volcanic smoke in Tiga Pancur Village, Karo, North Sumatra, Indonesia, 09 June 2019 (reissued 10 August 2020). According to latest media reports, Mount Sinabung, one of the most active volcanoes in Indonesia, erupted on 10 August spewing a column of volcanic ash high into the sky. Indonesia sits on the Pacific Ring of Fire, which accounts for 80 percent of the world's seismic activity.  EPA-EFE/SARIANTO SEMBIRING
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Eldgos hófst í morgun í eldfjallinu Sinabung í Indónesíu. Aska og eimyrja rís allt að 7.500 metra til himins og neyðarástandi hefur verið lýst yfir í næsta nágrenni fjallsins. Yfirvöld í Indónesíu greina frá þessu.

Óvenju mikill gosórói hefur mælst í og umhverfis þetta afar virka eldfjall síðan á laugardag, þegar það sendi frá sér viðvörun í formi reyks og öskustróks, sem stóð eina 4.500 metra upp í loft. Sinabung, sem er á eyjunni Súmötru norðanverðri, hafði legið í dvala öldum saman þegar það rumskaði loks fyrir tíu árum, í ágúst 2010. Frá 2013 hefur greinst nánast órofa gosórói í fjallinu og ekki liðið svo ár að ekki hafi orðið í því eitt eða fleiri gos, sem oftast eru stutt en öflug öskugos. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV