Björgunarsveitir á Suðurnesjum voru kallaðar út fyrir um klukkustund vegna tveggja göngumanna sem villtir voru í þoku við Trölladyngju í grennd við Keili. Að sögn Jónasar Guðmundssonar upplýsingafulltrúa Landsbjargar tókst björgunarsveitum að leiðbeina fólkinu símleiðis.