Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Villtust í þoku á Reykjanesi

09.08.2020 - 20:59
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Björgunarsveitir á Suðurnesjum voru kallaðar út fyrir um klukkustund vegna tveggja göngumanna sem villtir voru í þoku við Trölladyngju í grennd við Keili. Að sögn Jónasar Guðmundssonar upplýsingafulltrúa Landsbjargar tókst björgunarsveitum að leiðbeina fólkinu símleiðis.

Því tókst að komast að bíl sínum eftir að hafa verið í fjórar til fimm klukkustundir í villu. 

Einn hópur björgunarmanna er með fólkinu en aðrir eru á heimleið. Alls voru um 40 björgunarmenn við leit.

Nína Hjördís Þorkelsdóttir
Fréttastofa RÚV