Tífalt fleiri Íslendingar heimsóttu Ásbyrgi

08.08.2020 - 12:32
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
Gestir í Ásbyrgi voru helmingi fleiri í sumar en í fyrra og Íslendingar voru tífalt fleiri að sögn Magnúsar Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðar.

Þúsundir heimsækja vinsælustu staði þjóðgarðsins í Skaftafelli og Ásbyrgi ár hvert og segir Magnús sumarið í ár ekki hafa verið neina undantekningu þó að erlendir ferðamenn hafi verið mun færri en vanalega vegna kórónuveirufaraldursins.

„Gestum í Ásbyrgi fjölgaði um helming frá því í fyrra og Íslendingar voru tífalt fleiri,“ segir hann.

Vel hefur verið passað upp á fjöldatakmarkanir og hafa engin smit komið upp á fjölmennum tjaldstæðum í Vatnajökulsþjóðgarði í sumar að sögn Magnúsar.

Hann segir sóttvarnir líka strax hafa verið teknar föstum tökum. Þannig hafi landverðir, sem eru í vaktavinnu, að mestu verið á aðskildum vöktum í sumar. Eins hafi tveggja metra reglunni verið viðhaldið í gestastofum og passað upp að spritta reglulega.

Anna Sigríður Einarsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi