Li er á 8 höggum undir pari eftir tvo hringi, tveimur höggum á undan Brooks Koepka, Jason Day, Tommy Fleetwood, Justin Rose, Daniel Berger og Mike Lorenzo-Vera.
Þetta er í fyrsta skiptið sem Li leiðir í risamóti og er hann jafnframt fyrsti Kínverjinn sem leiðir í risamóti í karlaflokki.
Tiger Woods sem byrjaði vel á fyrsta hring náði sér ekki á strik í gær. Hann endaði hringinn á 72 höggum, tveimur yfir pari, og er samanlagt á pari vallarins eftir þessa fyrstu tvo hringi. Niðurskurðarlínan var eitt högg yfir pari. Tiger mun því halda áfram keppni um helgina