Fjárhagslegri endurskipulagningu ekki lokið

Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Vinna við fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair er enn í gangi. Þetta staðfestir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við fréttastofu.

Greint var frá því í síðustu viku að samningar hefðu náðst við flesta kröfuhafa. Þá væru viðræður við Íslandsbanka, Landsbanka og ríkið vel á veg komnar.

Hafði Morgunblaðið eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, á þriðjudag að allir angar fjárhagslegrar endurskipulagningar Icelandair séu háðir því að hlutafjárútboðið sem stefnt er að í ágúst gangi vel.

Í tilkynningu sem Icelandair sendi frá sér síðastliðinn föstudag kom fram að gert væri ráð fyrir að viðræðum við Boeing um bætur vegna Max-vélanna lyki í þessari viku. ­Það sama gilti einnig um viðræður við íslensku bankanna og segir Ásdís Ýr þá vinnu vera enn í gangi.

Anna Sigríður Einarsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi