75 í sóttkví í Eyjum

08.08.2020 - 13:48
Mynd með færslu
 Mynd: Ólöf Ragnarsdóttir - RÚV
Einstaklingur búsettur í Vestmannaeyjum hefur greinst með staðfest kórónuveirusmit og er nú í einangrun. Hann var í sóttkví þegar hann greindist. Nú eru 75 í sóttkví í Eyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum.

Íslensk erfðagreining mun standa fyrir skimun í Vestmannaeyjum á mánudag. Lögreglan hvetur þá sem hafa fengið boð að skrá sig í skimunina. 

Aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum var virkjuð í gærmorgun vegna gruns um smit. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild, hefur staðfest að einstaklingur sem nú er í öndunarvél vegna kórónuveirusýkingar hafi smitast í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina.

Nína Hjördís Þorkelsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi