Yfir 50.000 látin úr COVID-19 í Mexíkó

07.08.2020 - 00:53
epa08534779 Members of the Naval Medical Center during their work, attending to cases of COVID-19 in Mexico City, Mexico, 07 July 2020 (issued 08 July 2020). The Mexican Navy Naval Medical Center, has been serving since last May COVID-19 patients, both military and civilian, to avoid hospital saturation in the Mexican capital.  EPA-EFE/Sáshenka Gutiérrez
 Mynd: epa
Rúmlega 50.000 manns hafa nú dáið úr COVID-19 í Mexíkó svo vitað sé. Mexíkósk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því í dag að 819 ný dauðsföll af völdum COVID-19 hefðu verið staðfest í landinu síðasta sólarhringinn. Þar með hafa alls 50.517 dáið úr sjúkdómnum í Mexíkó og um 463.000 manns greinst með kórónaveirusmit frá því að fyrsta tilfellið greindist þar í landi í febrúar.

Aðeins eru nokkrir dagar síðan Mexíkó fór upp fyrir Bretland á hinum lítt eftirsóknarverða lista yfir þau lönd þar sem farsóttin hefur kostað flest mannslíf, þar sem það vermir nú þriðja sætið á eftir Brasilíu og sínum næsta nágranna, Bandaríkjunum. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi