Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Rafmagnsleysi í New York

07.08.2020 - 12:01
epa08588087 A view of New York City from the Observation Deck at Top of The Rock in Rockefeller Center during the reopening preview in New York, New York, USA, 06 August 2020. The viewing platform that sits atop 30 Rockefeller Plaza, will reopen to the public after temporarily closing in March to help limit the spread of Covid-19.  EPA-EFE/Alba Vigaray
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Stór hluti Manhattan í New York hefur verið rafmagnslaus í morgun. Ramagnstruflanir hafa verið þar undanfarna daga vegna fellibylsins Isaia sem gekk yfir austurströnd Bandaríkjanna í vikunni.

Í morgun voru það Upper West Side, Upper East Side og Harlem sem misstu rafmagnið í nokkurn tíma. Þetta setti meðal annars neðanjarðarlestakerfi borgarinnar úr skorðum, sem er mikið notað í New York.

Con Edison, aðalraforkufyrirtæki borgarinnar, segir að búið sé að koma rafmagninu á og verið sé að rannsaka orsakir bilunarinnar. Þá sé einnig unnið að því að lagfæra þær bilanir sem orðið hafa af völdum fellibylsins.
 

hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV