Lögreglan lýsir eftir 21 árs konu

07.08.2020 - 21:03
Mynd með færslu
 Mynd: Lögreglan á höfuðborgarsvæ?
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Önnu Sigrúnu Birgisdóttur, 21 árs. Anna er til heimilis í Reykjavík. Hún er 170 sentimetrar á hæð, með ljóst axlarsítt hár og brún augu. Hún er klædd í svartar íþróttabuxur, bleikan „bolakjól“ og ljósa peysu.

Lögreglan biður þá sem geta gefið upplýsingar um ferðir Önnu Sigrúnar eða hafa vitneskju um hvar hún er niðurkomin að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112. 

Nína Hjördís Þorkelsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi