Aðstandendur beðnir um að vera í sóttkví

07.08.2020 - 08:47
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Heilbrigðisstofnun Norðurlands hefur hert reglur enn frekar vegna heimsókna á hjúkrunar- og sjúkradeildir stofnunarinnar.

Í lok júlí var ákveðið að aðeins einn náinn aðstandandi mætti koma í heimsókn til íbúa einu sinni á dag og talið æskilegt að ávallt sé það sami aðstandandi sem komi í heimsókn. Auk þess að virða tveggja metra regluna í heimsóknum og almennt forðast snertingu við íbúa eru aðstandendur nú beðnir um að viðhafa eins mikla sóttkví heima fyrir og hægt er vegna heimsóknanna.

Heilbrigðisstofnun Norðurlands er með starfsstöðvar á Akureyri, Blönduósi, Dalvík, Fjallabyggð, Húsavík og á Sauðárkróki.
 

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi