Sunnanátt og allt að 18 stig norðaustanlands

06.08.2020 - 06:23
default
 Mynd: Björgvin Kolbeinsson - RÚV
Sunnanátt er á landinu í dag 5 - 13 metrar á sekúndu. Hvassast er suðvestantil og á hálendinu. Víða skúrir og hiti 8 til 13 stig, en bjart með köflum norðaustanlands og hiti að 18 stigum þar. Þetta kemur fram í veðurspá Veðurstofu Íslands.

Fer að rigna á suðaustantil í kvöld.

 Horfur á landinu næstu daga: Suðlægar áttir ríkjandi, og væta á köflum, einkum sunnan- og vestantil, og hiti 8 til 13 stig. Úrkomulítið um norðaustanvert landið og yfirleitt hlýtt í veðri.

Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi