Saksóknari beinir spjótunum að samtökum byssueiganda

06.08.2020 - 22:46
epa08587852 (FILE) Wayne LaPierre, chief executive of the National Rifle Association (NRA) speaks during the 47th annual Conservative Political Action Conference (CPAC) at the Gaylord National Resort & Convention Center in National Harbor, Maryland, USA, 29 February 2020 (reissued 06 August 2020). According to reports, New York Attorney General Letitia James has announced on 06 August a lawsuit against National Rifle Association over alleged financial mismanagement aiming dissolving of the association.  EPA-EFE/ERIK S. LESSER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Saksóknaraembættið í New York tilkynnti í dag um málsókn á hendur hinum valdamiklu samtökum byssueiganda, NRA, þar sem þess verður krafist að þau verði leyst upp vegna bókhaldsbrota og óreiðu í fjármálum þeirra. Spjótin beinast að leiðtoganum Wayne LaPierre sem er sagður hafa gengið í hirslur samtakanna eins og þær væru hans eigin. Hann segir málsóknina í engu samræmi við stjórnarskrá Bandaríkjanna og væri hugsuð til eyða samtökunum af yfirborði jarðar.

NRA berjast fyrir rétti Bandaríkjamanna til að bera vopn. Samtökin hafa yfir digrum sjóðum að ráða og hafa stutt myndarlega við þá stjórnmálamenn sem tala máli þeirra.

Umdeildur leiðtogi

Wayne LaPierre hefur verið óskoraður leiðtogi samtakanna í þrjá áratugi þótt á blaði sé hann „aðeins“ varaforseti.

Hann fer ekki í felur með andúð sína á þeim sem vilja herða eftirlit með byssueign í Bandaríkjunum og telur allar hugmyndir um slíkt árás á stjórnarskrá landsins.

Ummæli hans eftir skotárásirnar í Flórida fyrir tveimur árum og barnaskólanum Sandy Hook fyrir sjö árum vöktu hörð viðbrögð: „Eina leiðin til þess að stöðva vondan mann með byssu er góður maður með byssu.“ 

Safari-ferð og árskort í golfklúbbinn

Saksóknaraembættið í New York telur að LaPierre hafi notað fé úr sjóðum samtakanna til að fjármagna eigin neyslu.  Þau hafi borgað fyrir ferð fjölskyldu hans á einkaþotu í lúxusfrí til Bahama-eyja og greitt safarí-ferð sem hann fór í ásamt sínum nánustu til Afríku. 

Auk þess telur saksóknari að samtökin hafi greitt fyrir hann árskort á golfvöll. Þá er hann sagður hafa þegið glæsilegar gjafir frá styrktaraðilum, svo sem frí á einkasnekkjum og tryggt sér eftirlaunapakka upp á 17 milljónir dollara án þess að það hafi verið borið undir stjórn. 

Valdamikil samtök með engu eftirliti

Þrír starfsmenn samtakanna eru sagðir hafa aðstoðað LaPierre við að fela slóðina. „Áhrif NRA hafa verið svo mikil að starfsemi þeirra hefur verið látin óáreitt. Engin hafði hugmynd um að æðstu menn samtakanna væru að maka krókinn á þeirra kostnað,“ sagði Letitia James, saksóknari í New York í yfirlýsingu sinni. Hún vísaði því á bug að málsóknin væri af pólitískum toga en viðurkenndi að þetta væri aðeins í þriðja skiptið sem svona væri gert.

Allt sem viðkemur NRA er pólitískt. Stutt er í næstu kosningar og lobbíasta-armur samtakanna í Washington hefur þegar lýst því yfir að hann ætli að styðja framboð um milljónir dollara í komandi forseta-og þingkosningum. Carolyn Meadows, forseti NRA sagði málsóknina tilhæfulausa árás á rétt Bandaríkjamanna til að bera vopn.  „Saksóknaraembættið er að reyna að slá pólitískar keilur fyrir kosningarnar í haust.“

Trump blandar sér í málið

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er einlægur stuðningsmaður NRA og hefur lofað samtökin á Twitter-síðu sinni.

LaPierre lék lykilhlutverk í framboði forsetans fyrir fjórum árum og Eric og Donald yngri, synir forsetans, eru báðir félagar í NRA. Þeir hafa reglulega tekið þátt í viðburðum á vegum samtakanna.

Trump forseti sagði við fjölmiðla í dag að málsóknin væri „hræðileg“. Réttast væri fyrir samtökin að flytja starfsemi sína til Texas „þar sem þau geta átt gott og fallegt líf.“

LaPierre sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem hann sór af sér allar sakir. Samtökin væru vel rekin og reiðubúin í slag við saksóknaraembættið. 

epa08588269 New York Attorney General Letitia James (2-R) speaks during a press conference where she announced a lawsuit against the National Rifle Association alleging that leaders of the organization engaged in illegal financial activity in New York, New York, USA, 06 August 2020. As part of the lawsuit, which names, among others, Executive Vice-President Wayne LaPierre, James is looking to have the NRA dissolved as an organization.  EPA-EFE/JUSTIN LANE
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Letita James, saksóknari í New York
freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi