Opna lundabúðina Nýlundu í miðju lundavarpi

Mynd: Sebastian Ziegler / .

Opna lundabúðina Nýlundu í miðju lundavarpi

06.08.2020 - 14:44

Höfundar

Teiknararnir Rán Flygenring og Elín Elísabet Einarsdóttir opna á morgun óvenjulega „lundabúð“ sem þær nefna Nýlundu og verður hún starfrækt í fuglaskoðunarhúsinu á Borgarfirði Eystri.

„Lundinn er orðinn andlit ferðaþjónustunnar, hann er kominn með víkingahatt, og lundabúð er orðið hálfgert níðyrði,“ segir Rán Flygenring í samtali við Morgunútvarpið. „Þannig okkur fannst tækifæri einmitt núna að hafa andrými til að rannsaka fyrirbærið. Gera algjörlega íslenska lundabúð í miðju lundavarpi.“ Í Nýlundu eru lundarnir fyrir utan búðina og ekkert er til sölu enn sem komið er. Fuglaskoðunarkofinn er aðeins um tveggja metra breiður þannig ekki komast margir að. „En við ætlum að hafa þeim mun opnara á netinu. Ætlum að varpa beint, verðum með opnun á morgun, og erum að teikna upp allt vöruúrvalið,“ segir Rán en hægt er að fylgjast með búðinni á Instagram og horfa á opnunina í beinni útsendingu klukkan 5.

Rætt var við Rán Flygenring í Morgunútvarpinu.

Tengdar fréttir

Myndlist

Klósett verður japanskt kaffihús, fræðibók að skemmtun

Bókmenntir

Brýndi sverð með kampavíni til að verja vísindin

Bókmenntir

„Ég veit ekki hvort ég eigi að þora að segja það“

Menningarefni

Menningarvitinn: Rán Flygenring