Alvotech gerir samning upp á hundruð milljarða króna

06.08.2020 - 05:35
Mynd með færslu
 Mynd: Alvogen
Íslenska lyfjafyrirtækið Alvotech hefur gert milljarðasamning við alþjóðlega lyfjarisann Teva. Fréttablaðið greinir frá þessu. Í frétt blaðsins segir að samningurinn sé einhver stærsti samningur sem íslenskt fyrirtæki hafi nokkru sinni gert og tryggi Alvotech tekjur upp á hundruð milljarða króna á næstu tíu árum. Í honum er kveðið á um samstarf um þróun, framleiðslu og markaðssetningu fimm líftæknilyfja í Bandaríkjunum.

Haft er eftir Róberti Wessman, stofnanda Alvotech, að starfsemi fyrirtækisins í Bandaríkjunum muni skila því fimm hundruð milljarða króna tekjum næsta áratuginn, og að samningurinn við Teva skili stórum hluta þeirra. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi