Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Þjóðvegurinn lokaður við Þvottárskriður vegna aurskriðu

05.08.2020 - 11:51
Þjóðvegur 1  um Þvottárskriður er lokaður vegan aurskriðu.
 Mynd: Kristinn Jónsson - Vegagerðin
Vegurinn um Þvottárskriður er nú lokaður vegna aurskriðu. Búist er við að það taki langan tíma að opna veginn aftur og nánari upplýsingar gætu legið fyrir um kl 16.00, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni

Bílar hafa þegar safnast saman á við lónsvegamót en skriðan féll milli Hvalness og Djúpavogs.

Uppfært 11:59 

Moka þarf aurnum í burt og gera veginn öruggan á ný segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Hann segir engan hafa orðið fyrir skriðunni. 

Mynd með færslu
 Mynd: Aðsend mynd
Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV