Kertafleyting með breyttu sniði

05.08.2020 - 17:25
Mynd með færslu
 Mynd: Ævar Örn Jósepsson - RÚV
Vegna hertra reglna um fjöldatakmarkanir verður ekki af hefðbundinni kertafleytingu til að minnast kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki.

Samstarfshópur friðarhreyfinga hefur ákveðið að fáeinir friðarsinnar komi saman í kvöld og taki upp táknræna aðgerð til að minnast árásanna.

Það var 6. ágúst 1945 að Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á  Hiroshima og þremur dögum síðar á Hiroshima. Tilgangurinn var að knýja fram uppgjöf Japana í síðari heimsstyrjöldinni. Þeir skrifuðu undir friðarsamning 2. september og lauk þar með stríðinu. 

Fjölmenni hefur fleytt kertum á Reykjavíkurtjörn árlega allt frá 1985 en nú verður áðurnefndri upptöku þess í stað streymt á netinu að kvöldi 6. ágúst.
 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi