Ekki er vitað um neina Íslendinga í Líbanon

05.08.2020 - 09:25
Erlent · Asía · Beirút · Líbanon
epa08584677 A damaged building in the aftermath of a massive explosion in Beirut, Lebanon, 05 August 2020. According to media reports, at least 100 people were killed and more than 4,000 were injured after an explosion, caused by over 2,500 tonnes of ammonium nitrate stored in a warehouse, devastated the port area on 04 August.  EPA-EFE/WAEL HAMZEH
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Ekki er vitað til þess að neinir Íslendingar hafi verið staddir í Beirút, höfuðborg Líbanons, í gær þegar þar urðu tvær mjög öflugar sprengingar, samkvæmt upplýsingum frá borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. Ekki er heldur vitað til þess að neinir Íslendingar dvelji í landinu sem stendur. Mun færri ferðast um heiminn nú en alla jafna vegna COVID-19 faraldursins. Sendiráð Íslands í París í Frakklandi fer með fyrirsvar Íslands gagnvart Líbanon.

Yfir hundrað manns fórust í sprengingunum í gær og á fimmta þúsund slösuðust, mörg alvarlega. Ekki er talið að þetta hafi verið hryðjuverk. Sprengingarnar tvær urðu í vöruskemmu við höfnina í Beirút og er talið að þær hafi orðið í gömlum birgðum af ammóníum-nítrati sem voru geymdar þar, við ófullnægjandi aðstæður. 

 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi