
Tvö innanlandssmit í Færeyjum
Kringvarpið segir einn til viðbótar hafa sem einnig tók þátt í Ólafsvöku hafa greinst með COVID-19, sá einstaklingur er hins vegar ekki lengur í Færeyjum heldur er hann farin aftur til Danmerkur.
Kringvarpið hefur eftir heilbrigðisyfirvöldum að ekki sé öruggt að sá sem kominn er til Danmerkur hafi smitast í Færeyjum, en öruggt sé að um innanlandssmit sé að ræða í hinum tveimur tilfellunum.
Møller hvetur Færeyinga til að taka fréttunum af alvöru. Staðan nú sé áhyggjuefni. Taka þurfi málin föstum tökum og leggja þurfi mikla vinnu í að rekja smitin.
„Ef við tökum okkur ekki taki núna er veruleg hætta á að smitin festi sig í sessi í Færeyjum,“ segir hann. „Það sem veldur áhyggjum er að hér er talað um þrjú sjálfstæð smit.“
Boðað hefur verið til fundar hjá ríkisstjórn landsins og sóttvarnarnefndinni vegna málsins.