Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Þrjú ný innanlandssmit - 734 í sóttkví

04.08.2020 - 11:07
Mynd með færslu
 Mynd: Almannavarnir
Þrjú ný innanlandssmit greindust í gær, þar af eitt hjá Íslenskri erfðagreiningu. Þá fjölgaði fólki í sóttkví um rúmlega 70, þeir eru nú 734. Tveir farþegar á leiðinni til landsins greindust með kórónuveiruna og bíða nú niðurstöðu úr mótefnamælingu. Rúmlega þrjú þúsund sýni voru tekin í gær, þar af nærri 900 hjá fólki sem búsett er hér á landi. Flestir þeirra sem eru í einangrun eru á aldrinum 18 til 29 ára. Þrír á áttræðiseldri eru með COVID-19 smit.

Öll smitin virðast hafa verið á höfuðborgarsvæðinu. Þar eru nú 60 í einangrun eða 72 prósent allra smita á landinu.

Einn er á sjúkrahúsi og samkvæmt upplýsingum frá COVID-19 göngudeildinni í gær voru nánast allir aðrir með litakóðann grænn sem þýðir að þeir eru einkennalitlir eða einkennalausir. Þrír voru með litakóðann „gulur“ sem þýðir miðlungsveikindi.

 
freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV